Markmið og stefna | Sjómannaheilsa
 

Markmið og stefna

  • Fyrirtæki okkar Sjómannaheilsa hefur það að markmiði að vera í fararbroddi í öllu er varðar heilsufar íslenskra sjófarenda.
  • Við höfum leitast við að kynnast áþekkri starfsemi erlendis og höfum sótt alþjóðlegar ráðstefnur varðandi heilsufarsmál sjófarenda, einnig erum við meðlimir í alþjóðlegum samtökum IMHA, International Maritime Health Association - www.imha.net og einnig í félagi norskra sjómannalækna, Norsk Forenings for Maritim Medisin - www.nfmm.no
  • Markmið okkar er að vinna að fyrirbyggjandi heilsuvernd og einnig að meðhöndla vandamál sem upp koma. Einnig höfum við verið vinnuveitendum innan handar við ráðgjöf í málum sem upp hafa komið varðandi starfsólk bæði á sjó og í landi.
  • Við höfum hug á að heimfæra til Íslands alþjóðareglur sem varða kröfur um heilsufar og líkamsburð sjófarenda (Medical Fitness), bæði til þess að auka öryggi allra um borð og koma í veg fyrir að sjómenn með ákveðna sjúkdóma verði fyrir varanlegu tjóni með langri útiveru.
  • Markmið okkar eru líka að þjónustan sé í stöðugri þróun og sniðin að þörfum og kröfum á hverjum tíma.
  • Við viljum að boðleiðir séu stuttar og að auðvelt sé að ná í starfsmenn okkar þannig að hægt sé að veita aðstoð sem fyrst.
  • Við viljum bæta heilsufar sjómanna og leggjum mikla áherslu á að sem flestir komi í læknisskoðun og heilsufarsskoðun og fái ráðgjöf varðandi heilsu og lífstíl.