Sjómannalæknir | Sjómannaheilsa
 

Sjómannalæknir

 
  • Sjómannalæknir hefur ekki verið til í íslensku heilbrigðiskerfi en við vonumst til þess að þar verði breyting á á næstu árum.
  • Við höfum kynnt okkur málin erlendis og almennt er það þannig að yfirvöld samþykkja ákveðna lækna sem hafa þá réttindi til að kalla sig sjómannalæknir og skoða og gefa út alþjóðleg vottorð fyrir sjófarendur.
  • Ekki er til íslensk skilgreining á þessu starfsheiti en hér kemur tilraun til þess. : “Sjómannalæknir er læknir með sérfræðiviðurkenningu. Læknir þessi hefur reynslu og þekkingu af vandamálum sjófarenda og þekkir alþjóðareglur sem varða kröfur um heilsufar og líkamsburði sjófarenda. “
  • Ekki er skilyrði að læknir hafi ákveðna sérgrein en samkvæmt reynslu eru vandamál og veikindi okkar sjómanna mest tengd sérgreinum bæklunarlækna og heimilislækna.
  • Læknir okkar í Sjómannaheilsu Guðni Arinbjarnar er bæklunarskurðlæknir en kallar sig einnig sjómannalækni og er það bein yfirfærsla frá Noregi en hann er útnefndur “Norsk sjömannslege i utlandet” af norskum yfirvöldum, og hefur þannig réttindi til þess að gefa út norsk sjómannavottorð sem eru alþjóðlega viðurkennd.