Alþjóðleg áritun | Sjómannaheilsa
 

Alþjóðleg áritun

  • Það er ljóst að við á Íslandi erum á eftir alþjóðasamfélaginu í reglum og stöðlum sem varða kröfur um heilsufar og líkamsburði okkar fiskveiðimanna. Þetta skýtur skökku við þar sem við teljum okkur framarlega hvað varðar sjósókn og veiðar. Við hjá Sjómannaheilsu erum mjög fylgjandi því að við getum staðið við hlið nágranna okkar hvað þetta varðar og byrjuðum fyrir um 6 árum að vinna að þessum málum á Íslandi. Við höfum verið í sambandi við nær alla hagsmuna aðila hér heima, sem málið varðar og skemmst er frá að segja að allir eru sammála um að hér er á ferðinni afar mikilvægt mál sem varðar heilsu og ekki síst öryggi okkar fiskveiðimanna. 
  • Í þessu sambandi er rétt að geta þess að íslenskir sjómenn sem hafa hug á eða sækja um vinnu erlendis þurfa margir að fá læknisskoðun í viðkomandi landi, þar sem íslensk vottorð eru ekki alltaf tekin gild erlendis.
  • Okkar markmið er að halda áfram þessari vinnu og aðstoða hagsmuna aðila við smíði reglugerða og þá vinnu sem er nauðsynleg til að koma á alþjóðlegum kröfum og stöðlum um heilsufar íslenskra sjómanna. Með þetta fyrir augum höfum við m.a. sótt alþjóðlegar ráðstefnur og stefnum á fleiri á næstu árum.
  • Sem lið í að auka þekkingu okkar á alþjóðamálum og reglum hefur Svanlaug Inga Skúladóttir hjúkrunarfræðingur lokið alþjóðlegu námi frá Cadiz í Frakklandi en hún er að líkindum fyrst Íslendinga til að hljóta gráðuna Master of Maritime Health (MMH).