Sagan | Sjómannaheilsa
 

Sagan

  • Saga okkar byrjar um aldamótin. Guðni vann á sjúkrahúsi sem bæklunarskurðlæknir og sinnti því oft slösuðum sjómönnum. Í ljós kom að stundum var tímabil óvinnufærni allt of langt, stundum var það vegna rangrar meðferðar á heimaslóðum stundum vegna óhóflegs biðtíma eftir sérfræðiskoðun og stundum vegna þess að sjómaður hafði ekki áhuga á að fara strax til vinnu. Á þessum tíma höfðu sjómenn mikil laun þegar vel fiskaðist og verulegur kostnaður hlaust af þegar sjómenn urðu óvinnufærir.
  • Í þessu umhverfi spratt upp hugmynd um að vera með sérhæfa þjónustu fyrir útgerðarfélög og sjómenn. Strax var ljóst að ekki var hugsunin að vera trúnaðarlæknir útgerðar heldur frekar læknir sjómannsins og lögð áhersla á það að þjónustan væri fyrir sjómanninn en ekki útgerðina. Báðir aðilar áttu að hagnast af þessu, útgerðin sparar sér kostnað og sjómaðurinn fær fljótari og betri þjónustu við þeim heilsufarsvandamálum sem upp kunna að koma.
  • Í fyrstu var eitt útgerðarfyrirtæki í okkar þjónustu, síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og fleiri verkefni bættst við.
  • Nú sinnum við heilsufarsmálum bæði sjómanna og landvinnslufólksá breiðari grundvelli, bæði með fyrirbyggjandi heilsuvernd og greiningu og meðferð vandamála sem upp kunna að koma.
  • Að þjónustunni í dag koma ásamt Guðna 2-4 hjúkrunarfræðingar og höfum við sinnt verkefnum allsstaðar á Íslandi. Hjúkrunarfræðingar okkar hafa farið þvert yfir landið í verkefni og einnig höfum við fengið hjúkrunarfræðinga utan Akureyrar og Reykjavíkur til liðs við okkur.
  • Til þess að auka þekkingu okkar og bæta þjónustu fylgjumst við með á alþjóðavettvangi, sækjum ráðstefnur erlendis og erum meðlimir í alþjóðasamtökum sem sinna heilsufarsmálum sjófarenda. Svanlaug hefur lokið námi í fræðunum Master of Maritime Health, og teljum við að hún sé fyrst Íslendinga til að klár þetta nám.
  • Við stefnum hærra, markmiðið er að vera leiðandi afl í heilsufarsmálum íslenskra sjófarenda, hvar sem þeir eru staddir á sjó. Við viljum gjarnan liðsinna yfirvöldum í þeirri vinnu sem framundan er varðandi breytingar á löggjöf um heilsufarsmálin svo við getum staðið jafnfætis alþjóðasamfélaginu í þessum málum.