Heilsufarsskoðanir | Sjómannaheilsa
 

Heilsufarsskoðanir

Almennar upplýsingar 
 
Mörg útgerðarfélög sem starfsfólk Sjómannaheils sér um heilbrigðisþjónust fyrir bíður starfsmönnum sínum upp á árlega heilsufarsskoðun þeim að kostnaðarlausu.
 
 • Hjúkrunarfræðingar frá Sjómannheilsu framkvæma heilsufarsskoðanirnar og er tilgangurinn að reyna að uppgötva heilsufarsvandamál sem fyrst og þannig að tryggja sem best heilsufar og veita starfsmönnum ráðleggingar eftir þörfum.
 • Fullkominn trúnaður gildir við skoðanirnar og þeir einu sem fá upplýsingar um niðurstöður skoðunar eru Guðni Arinbjarnar læknir, hjúkrunarfræðingar sem framkvæma skoðanirnar og starfsmaðurinn sjálfur. Engar upplýsingar um einstaka starfsmenn eru sendar til útgerðar, tryggingafélags eða annarra.
 
Það sem fer fram í heilsufarsskoðun er:
 • Viðtal um heilsufar, sjúkrasögu og lífsstíl
   
 • Mælingar: Hæð, þyngd, BMI, mittismál, blóðþrýstingur, púls, sjónpróf, heyrnarmæling, öndunarpróf, þvagrannsókn. Blóðprufur: Blóðsykur, kólesterol (blóðfita), blóðhagur er mælt. 
 • Ráðleggingar til að bæta heilsu.
   
 • Að lokinni skoðun fær starfsmaðurinn sendar heim til sín niðurstöður allra mælinga og ráðleggingar.
   
 • Gefið er út heilbrigðsvottorð sem vottar að starfsmaðurinn megi stunda vinnu við matvælaiðnað, það vottorð er sent til útgerðarfélags að lokinni skoðun.
 
Heilsufarsskoðanir fara fram í Reykjavík og á Akureyri.
Hægt er að pantar tíma í skoðun í Reykjavík og á Akureyri og er það gert í
síma 552 4800 klukkan 09-12 og 13-16 virka daga.

 
 
ATHUGIÐ:
 • Skoðunin tekur u.þ.b. 45 mínútur.
 • Munið að vera ekki nýbúin að pissa þegar þið komið í heilsufarsskoðunina því þið skilið þvagprufu.

Ýmsar upplýsingar um þær mælingar sem gerðar eru í heilsufarsskoðuninni
 
 
BMI:
Til að meta þyngd notum við BMI (body mass index - líkamsþyngdarstuðull)  – BMI mælir ekki líkamsfitu beint og gefur því ekki alltaf rétta mynd af þyngd vegna þess að hann notar eingöngu hæð og þyngd til að ákvarða hvort fólk er í kjörþyngd eða of þungt. Það eru helst íþróttamann með mikla vöðva – sem ekki fá rétta mælingu með BMI.  En rannsóknir hafa sýnt að BMI gefur samt góða mynd af líkamsþyngd flestra og gott er að hafa þessa mælingu til að styðjast við og skoða sína eigin þyngd frá ári til árs.
 
Blóðþrýstingur:
Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem drífur blóðið áfram í slagæðunum. Ef þrýstingurinn er aukinn veldur það auknu álagi á slagæðarnar. Ef álagið er langvarandi kemur fram æðakölkun í slagæðavegginn. Sama gerist við annarskonar álag eins og frá blóðfitu eða reykingum. Mæld eru tvö gildi blóðþrýstings efri mörk (systóla) og  neðri mörk (díastóla).
Æskilegt er að efri mörk séu undir 140 mmHg en lægri mörk (díastóla) undir 90 mmHg.
Bæði mörkin skipta máli en efri mörk hafa sterkari tengsl við áhættu á æðasjúkdómum.
 
 • Vægt hækkaður blóðþrýstingur  - þá er annað hvort systóla 140 – 160 mmHg eða diastóla 90 - 100 mmHg
 • Alvarlegri hækkun á blóðþrýstingi  - þá er annað hvort systóla hærri en 160 mmHg eða diastóla hærri en100 mmHg
 
Þess ber að geta að blóðþrýstingur einstaklings getur verið mjög viðkvæmur gagnvart streitu og það að koma í heilsufarsskoðun getur verið streituvaldur hjá mörgum.  Þess vegna biðjum við fólk sem er með hækkaðan blóðþrýsting um að mæla sjálft blóðþrýstinginn 1 – 2 sinnum á dag í 1 – 2 vikur og ef blóðþrýstingurinn er áfram hár þá ver starfsfólk beðið um að leita til heimilislæknis.
 
Hjartsláttur / Púls:
Hjartað er vöðvi sem sér um að dæla blóði um líkamann. Stærð þess er einstaklingsbundin og má miða við krepptan hnefa sama einstaklings. Hjartað hvílist og fyllist þá blóði, síðan dregst það saman og dælir blóðinu út í stórar slagæðar. Þetta er hjartslátturinn.
 
Hjartsláttartíðni er hversu oft hjartað fyllist og tæmist á einni mínútu. Hún fer eftir líkamlegu ástandi einstaklings, aldri hans og virkni. Hjartsláttartíðni er oftast mæld sem æðasláttur eða púls. Púlsinn er mældur með því að leggja miðfingurna, ýmist tvo eða þrjá, yfir hálsslagæðina eða úlnliðsslagæðina og telja fjölda slaga á tilteknum tíma. Púls er ætíð gefinn upp sem slög á mínútu.
 
Meðalhvíldarpúls manna er 60-80 slög á mínútu. Hann hækkar svolítið með aldri en er lægri í vel þjálfuðum íþróttamönnum.
 
Öndunarmæling:
Öndunarmæling er gerð með Peak flow meter. Viðkomandi dregur djúpt andann og blæs af fullum krafti í mælinn og reynir að koma örinni eins hátt upp og mögulegt er.
Gerðar eru 3 mælingar og sú besta notuð – því oft þarf fólk að æfa tæknina.
Það sem er mælt er PEF (Peak Expiratory Flow) eða hámarks útöndunar flæði og er það mælt með mælieiningunni lítrar á mínútu. Normal gildi eru mismundandi eftir aldri og hæð.  Léleg útkoma úr öndunarmælingu getur bent til nokkurra þátta eins og til dæmis reykinga, asthma, lélegt líkamlegt þol.
 
Sjónmæling:
Í sjónmælingu er fjarsjón mæld með sjónspjaldi og er hægra og vinstra auga prófað sér. Einnig er lessjónin athuguð með því að fólk les af spjaldi í mismunandi fjarlægð.
Hér erum við að skima fyrir því hvort fólk sjái nógu vel til að geta sinnt störfum sínum. Ef sjónin virðist ekki vera í lagi – bendum við fólki á að leita til augnlæknis og láta mæla sjónina og skoða augun.
 
Heyrnamæling:
Við notum Audioscan heyrnamæli og skimum heyrnina við mismunandi hávaða – oftast notum við 30db en stundum minna. Við prófum tíðnir frá 500 hz og upp í 8000 hz og prófum vinstra og hægra eyra sér. Ef heyrnin er ekki nógu góð þá biðjum við fólk að leita til háls- nef- og eyrnalæknis og láta mæla heyrnina í fullkomnum hljóðklefa og láta lækninn skoða eyrun.


Þvagprufa:
 
Í þvagprufunni skoðum við:
 
pH – sýrustig þvags
 
Hvít blóðkorn
 
Nítrít
 
Glúkósa - sykur
 
Prótein – eggjahvítu
 
Blóð í þvagi
 
 
pH – sýrustig þvags – sýrustig þvags hjá heilbrigðu fólki er á bilinu 4,5 – 8 en liggur þó oftast milli 5 og 6.  Mjög margir þættir geta haft áhrif á sýrustig þvags. Ef sýrustigið er mjög hátt (basískt) eða á milli 7 og 8 getur það verið ábending um þvagfærasýkingu. Fæðuval getur líka haft áhrif – próteinrík fæða getur lækkað pH og grænmetisfæða getur hækkað pH.
 
Hvít blóðkorn – Ef hvít blóðkorn eru í þvagi getur það bent til einhverrar sýkingar í þvagfærum. Ef hvít blóðkorn finnast í þvagi ráðleggjum við fólki að fara með þvagprufu (morgunþvag og miðbunu) til heimilislæknis og láta rannsaka það frekar.
 
Nítrít – Ef nítrít finnast í þvagi þá getur það líka bent til þvagfærasýkingar og þarf að skoða það frekar hjá heimilislækni.
 
Prótein – Eggjahvíta -  Yfirleitt á ekki að vera eggjahvíta í þvagi – en skýringar fyrir henni geta verið saklausar eins og ungur aldur, áreynsla og stress, ofkæling eða hækkaður hiti, þungun, fæða. Ef mikil eggjahvíta er í þvagi þarf að rannsaka það betur.
 
Glúkósi – sykur – Ekki á að vera sykur í þvagi – ef þvagprufan sýnir sykur í þvagi þá getur það bent til sykursýki annaðhvort týpu I (insúlínháð) eða týpu II.  Ef sykur finnst í þvagi þarf að rannsaka það betur.
 
Blóð – Ekki á að vera blóð í þvagi. Algengasta skýringin á sjáanlegu blóði í þvagi er sár í eða við þvagrásina. Ef mikið blóð er í þvagi eða það er blóð sem ekki sést með berum augum þarf að rannsaka það betur því það getur bent til ýmissa sjúkdóma.
 
Fíkniefni í þvagi:
Stundum eru gerð fíkniefnapróf á þvagi og þá er starfsmaður alltaf upplýstur um það fyrirfram. 
 


Blóðprufur:
 
Í blóðprufum mælum við: 
 
Blóðsykur
 
Kólesteról
 
Hemoglobin
 
 
 
 
 
Blóðsykur  eða glúkósi er mikilvægasti orkugjafi líkamans, sérstaklega fyrir heilann. Hormón halda þéttni glúkósa í blóði innan þröngra marka og eru áhrif insúlíns mikilvægust. Ef fastandi blóðsykur mælist yfir 7 mmól/l getur viðkomandi verið með sykursýki.
Ef fastandi blóðsykur er milli 6,1 og 6,9 er aukin áhætta á sykursýki.
Ef nákominn ættingi er með eða hafði tegund tvö sykursýki eykst einnig hætta á sykursýki. Normalgildi fastandi blóðsykurs er: 3,6 – 6,4
 
Kólesteról er efni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir t.d. sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og t.d. testosterons og estrogens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsóknir sýnt að hátt kólesteról er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum.
Því hærra sem kólesterólið er, því meiri hætta er á kransæðastíflu og heilablóðfalli. Hins vegar ber að hafa í huga að margir sem fá kransæðastíflu eru ekki með hátt kólesteról.
Heildarkólesterólið ætti helst ekki að vera hærra en 5,0 mmol/L. Normalgildi kólesteróls eru: 3-5,7
Oft er hægt að lækka kólesterólið bæði með aukinni hreyfingu og með mataræðinu. Það gengur ekki alltaf – sérstaklega ef hátt kólesteról er arfgengt og þá getur þurft lyf.
 
Hemoglobin eða blóðrauði er prótínsameind í blóðinu í sem veldur rauða-litnum og sér það um að flytja súrefni sem blóðrauðinn nær í lungunum og ber þaðan um allan mannslíkamann.
Í blóðrauðanum er járnfrumeind, en úr henni kemur rauði liturinn.
Normagildi Hemoglobins er 134-171 fyrir karlmenn og 118 -152 fyrir konur.