Almennt um þjónustuna | Sjómannaheilsa
 

Almennt um þjónustuna

 • Það má segja að þjónustan okkar sé tvíþætt, annarsvegar greining og meðferð vandamála og hinsvegar fyrirbyggjandi og heilsubætandi þjónusta fyrir sjómenn og landvinnslufólk
   
 • Grunnurinn í þjónustunni er aðgengið að sérfræðiþjónustu. Útgerðir, skipstjórar og sjómenn geta haft samband við okkur og fengið ráð eða skoðun án tafar. Hér er um að ræða að vandamál fá strax skoðun og ekki þarf  að bíða eftir tíma hjá heilsugæslu. Þetta styttir tímann að greiningu og meðferð og þannig verða veikindadagar færri. Þegar um er að ræða vandamál sem ekki eru á okkar sérsviði komum við þeim áfram á færustu sérfræðinga.
   
 • Þegar um er að ræða óvinnufæran sjómann eða landvinnslufólk fylgjumst við með gangi mála með því að vera í símasambandi við viðkomandi og einnig fáum við þá í skoðun hjá okkur ef þörf er á eða ástæða til. Við erum í sambandi við meðhöndlandi lækna og fylgjumst með að sá veiki fái bestu mögulegu meðferð sem völ er á og að tími óvinnufærni  sé í samræmi við veikindin.
   
 • Þegar vandamál koma upp á hafi úti geta yfirmenn einnig verið í sambandi og fengið ráð og stundum úrlausnir vandamála, m.a, er hægt að nefna að hjartalínurit hafa verið send til okkar og ekki óalgengt að ljósmyndir af áverkum, bólgum og útbrotum séu sendar á internetinu til greiningar hjá okkur.
   
 • Á haustin hafa hjúkrunarfræðingar okkar séð um bólusetningar áhafna og farið um borð í skipin við áhafnaskipti bæði að nóttu sem degi og víðsvegar um landið. Einnig höfum við sinnt bólusetningu landvinnslufólks á þeirra vinnustað.
   
 • Heilsufarsskoðanir sjómanna og landvinnslufólks eru að verða verulega algengar og ljóst að hér er á ferðinni verulega góð fjárfesting þar sem við höfum fundið ýmis vandamál sem ógreind og ómeðhöndluð geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Einnig er einstaklingsmiðuð heilsufarsráðgjöf mikilvægur þáttur í að hjálpa starfsfólki að hjálpa sér sjálfu til betri heilsu.
   
 • Það færist í vöxt að við framkvæmum nákvæmar læknisskoðanir áður en sjómenn eru fastráðnir á skip með það fyrir augum að sjómennirnir uppfylli alþjóðlega staðla um heilsufar og líkamsburð (medical fitness). Ljóst er að þessir alþjóðlegu staðlar verða settir á hér á landi á næstu árum og því eðlilegt að útgerðarfélög vilji að sínir menn standist þær kröfur sem gerðar verða.
   
 • Mörg önnur verkefni hafa verið í gangi hjá okkur. Við höfum séð um að senda matsveina á matreiðslunámskeið til þess að reyna að gera matseldina hollari, við höfum gert óundirbúna eiturlyfjaleit hjá áhöfnum, við sáum um að okkar skip fengu öll svínaflensulyf um borð þegar sá faraldur gekk yfir landið og margt fleira mætti telja upp.


  Við viljum benda á að í reglugerð um sjómannalög 2000/2007,
  er grein um það að sjómenn geti að eigin frumkvæði óskað eftir heilsufarsskoðun á kostnað útgerðafélagsins.

   
 • Við leggjum mikla áherslu á trúnað við okkar skjólstæðinga þannig að vinnuveitandi fær engar upplýsingar um það sem fram kemur á milli okkar og starfsmanns.  Telemedicine - fjarlækningar

  Leiðbeiningar um ráðgjöf læknis 

   

  Guðni Arinbjarnar bæklunarskurðlæknir og sjómannalæknir sinnir ráðgjöf um heilsufarsleg vandamál til yfirmanna skipa sem eru í áskrift um heilbrigðisþjónustu hjá Sjómannaheilsu.

   

  Athugið 

  Í neyðartilfellum þá skal alltaf fylgja venjulegum verkferlum um neyðartilfelli.

   

  Yfirmenn geta haft samband við Guðna í síma eða í gegnum tölvupóst ef heilsufarsvandamál koma upp sem þeir þarfnast ráðlegginga við.

   

  Best er að byrja á því að senda Guðna tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn skips
  • Símanúmer um borð og tölvupóstfang um borð
  • Tengiliður
  • Nafn sjúklings og kennitölu
  • Hvað gerðist
  • Hvert er ástand sjúklings
  • Ef um veikindi eða hugsanlegar sýkingar er að ræða er gott að senda með hitamælingu, blóðþrýstingsmælingu og púls.
  • Ef ekki eru um sjúkling að ræða þá segið frá því vandamáli sem þið þarfnist ráðlegginga við.

   

  Tölvupóstfang Guðna:  dr@centrum.is

   

  Eftir að búið er að senda tölvupóst er ykkur velkomið að hringja í Guðna.

   

  Ef þið haldið að myndir af sári eða öðru hjálpi þá endilega takið nokkrar myndir með stafrænni myndavél eða með snjallsíma og sendið á tölvupóstfangið hér fyrir ofan.

   

   

   

  Með von um gott samstarf

   

  Guðni Arinbjarnar

  www.sjomannaheilsa.is