Sjómenn | Sjómannaheilsa
 

Sjómenn

Sú þjónusta sem er í boði:
 

Umsjón með heilbrigðismálum starfsmanna

 • Starfsfólk Sjómannaheilsu, er til ráðleggingar varðandi heilbrigðismál starfsmanna. Þetta á við um hjálp varðandi vottorð, ráðleggingar um það hvernig bregðast skal við nýjum heilsufarsvandamálum. Ef upp koma vandamál á hafi úti geta skipstjórar og yfirmenn haft samband við Guðna beint og fengið ráðleggingar um greiningu og meðferð vandamála.

 

Forgangur í skoðun og mat hjá bæklunarskurðlækni

 • Guðni er með starfsstöðvar víðsvegar um landið (sjá hér) og geta starfsmenn pantað tíma þar sem þeim hentar best. Starfsmenn taka fram að þeir séu starfsmenn fyrirtækisins og fá þá forgang á skoðun og viðtal.
   
 • Starfsmenn eru hvattir til að koma til viðtals og skoðunar að eigin frumkvæði jafnvel þó vandamál séu smávægileg, fyrsta skoðun er starfsmanninum að kostnaðarlausu. Ef vandamál leiðir til endurtekinna sérfræðingsskoðana  eða meðferðar ber starfsmaðurinn kostnað af því samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands og viðkomandi sérgreinafélags.
   
 • Það er reynsla okkar að stór hluti af óvinnufærni starfsmanna sé vegna vandamála frá stoðkerfi, því má segja að starfsmaðurinn komist í flestum tilfellum strax til rétts sérfræðings. Ef vandamál eru ekki tengd stoðkerfi er starfsmanninum bent á réttar leiðir.

Veikindatilkynningar

 • Öll óvinnufærni vegna veikinda eða slysa skal tilkynnast um leið og ljóst er að um óvinnufærni er að ræða.
   
 • Tilkynningasíminn er opinn virka daga klukkan 09-12 og 13-15.  Á öðrum tímum skal tilkynna beint til yfirmanns og síðan næsta virka dag í tilkynningasímann.
   
 • Um leið og tilkynning kemur er hún send til starfsmannþjónustu fyrirtækisins.
   
 • Þær upplýsingar sem gefa skal upp eru: Nafn, kennitala, skip, fyrirtæki og símanúmer sem næst í viðkomandi í.
   
 • Hringt er í viðkomandi starfsmann að jafnaði innan 24 klukkustunda til að fá frekari upplýsingar og gefa ráðleggingar.
   
 • Reynt verður að flýta réttri greiningu og sérhæfðri meðferð með það fyrir augum að veikindi eða slys orsaki sem minnsta fjarveru.
   
 • Ef skurðaðgerða er þörf verður leitast við að þær séu framkvæmdar á tíma sem hentar starfsmanni og fyrirtæki. 
   
 • Á meðan á veikindatímanum stendur er haft reglulegt samband við starfsmanninn og honum boðið í skoðun hjá Guðna ef þurfa þykir eða honum bent á önnur úrræði til að komast sem fyrst til heilsu.
   
 • Fyrirtækið fær vikulega skýrslu um hverjir eru á veikindaskrá og upplýsingum um hvernig veikindamálin standa og áætlaða lengd óvinnufærni.
   
 • Þegar starfsmaður mætir aftur til vinnu tilkynnir hann það í sama síma.
   
 • Send er skýrsla 2 sinnum á ári þar sem tölfræði varðandi óvinnufærni kemur fram.
   

Heilsufarsskoðanir

 • Boðið er upp á heilsufarsskoðanir á starfsmönnum fyrirtækisins til að tryggja hæfni þeirra til að sinna starfi sínu og til að tryggja sem best heilsufar. Um heilsufarsskoðanir
   
 • Skoðunin er framkvæmd á hverju ári eða annað hvert ár eftir því sem fyrirtækið óskar.
   
 • Starfsmenn panta sjálfir tíma í skoðun ( sjá hér). Eftir skoðunina fær starfsmaðurinn heilsufarsbók þar sem skráð er í niðurstöður af skoðuninni og þær ráðleggingar og sú eftirfylgni sem áætluð er.
   
 • Í skoðuninni eru gerðar ýmsar mælingar (Hæð, þyngd, BMI, blóðþrýstingur mældur, púls talinn, gert sjónpróf, heyrnarpróf, öndunarpróf, þvag rannsakað, (leitað að fíkniefnum í þvagi ef óskað ef eftir) og tekið ítarlegt viðtal við starfsmanninn). Starfsmenn fara einnig í blóðprufu þar sem mælt er kólesterol, blóðsykur og blóðrauði.
   
 • Hjúkrunarfræðingar sinna heilbrigðisskoðunum (sjá hér).
   

Læknisskoðanir

 • Boðið er upp á skoðun á Læknisskoðun fyrir sjófarendur - sú skoðun sem við bjóðum upp á er sambærileg þeirri skoðun sem allir sjómenn í Noregi ganga í gegnum og einnig hefur Samgöngustofa tekið þá skoðun í gagnið fyrir farmenn og þá sjómenn sem sinna farþegaflutningum.
 • Markmiðið með þessari skoðun er númer eitt, tvö og þrjú - öryggisatriði fyrir sjómanninn sjálfan.  Að hann sé ekki haldinn heilsufarsástandi sem getur versnað skyndilega og hann fjarri heilbrigðisþjónustu, að sjómenn geti bjargað sjálfum sér og öðrum úr sjávarháska og að aðrir fari sér ekki að voða við að bjarga sjómanninu
 • Þessa læknisskoðun sér sjómannalæknir og hjúkrunarfræðingur um og tekur skoðunin um 45 mínútur.
 • Eftir þessa læknisskoðun er gefið út vottorð sem er sent til útgerðar þar sem fram kemur hvort viðkomandi sjómaður hefur staðist skoðun eða ekki.  Útgerðin eða nokkur annar fær engar aðrar upplýsingar um heilsufar sjómannsins.


Skoðanir fyrir fastráðningu

 • Boðið er upp á skoðun á starfsmanni fyrir fastráðningu. Guðni annast þær skoðanir. Einnig framkvæmum við skoðanir vegna starfsréttinda.


Skoðanir vegna starfsréttinda 

 • Við framkvæmum við skoðanir vegna starfsréttinda.Fíkniefnaprófanir

 • Boðið er upp á á að gerðar séu óviðbúnar fíkniefnaprófanir á starfsmönnum óski fyrirtækið þess.

Bólusetningar

 • Boðið er upp á bólusetningar gegn inflúensu fyrir starfsmenn – og er þá mætt á vinnustaðinn og bólusett.

Önnur þjónusta:

 • Hægt er að sérhanna lausnir fyrir fyrirtæki sé þess óskað.