Landvinnslan | Sjómannaheilsa
 

Landvinnslan

 

Sú þjónusta sem er í boði:
 

Umsjón með heilbrigðismálum starfsmanna

 • Starfsfólk Sjómannaheilsu , er til ráðleggingar varðandi heilbrigðismál starfsmanna. Þetta á við um hjálp varðandi heilbrigðisvottorð, ráðleggingar um það hvernig bregðast skal við nýjum heilsufarsvandamálum, yfirmenn geta hringt og fengið ráðleggingar vegna slysa og fleira.
 • Það er reynsla okkar að stór hluti af óvinnufærni starfsmanna sé vegna vandamála frá stoðkerfi, því má segja að starfsmaðurinn komist í flestum tilfellum strax til rétts sérfræðings. Ef vandamál eru ekki tengd stoðkerfi er starfsmanninum bent á réttar leiðir.

Heilsufarsskoðanir

 • Boðið er upp á heilsufarsskoðanir á starfsmönnum fyrirtækisins til að tryggja hæfni þeirra til að sinna starfi sínu og til að tryggja sem best heilsufar. Um heilsufarsskoðanir
   
 • Skoðunin er framkvæmd á hverju ári eða annað hvert ár eftir því sem fyrirtækið óskar.
   
 • Starfsmenn panta sjálfir tíma í skoðun. Eftir skoðunina fær starfsmaðurinn heilsufarsbók þar sem skráð er í niðurstöður af skoðuninni og þær ráðleggingar og sú eftirfylgni sem áætluð er.
   
 • Í skoðuninni eru gerðar ýmsar mælingar fer eftir umfangi hverju sinni (Hæð, þyngd, BMI, blóðþrýstingur mældur, púls talinn, gert sjónpróf, heyrnarpróf, öndunarpróf, þvag rannsakað, (leitað að fíkniefnum í þvagi ef óskað ef eftir) og tekið ítarlegt viðtal við starfsmanninn). Starfsmenn fara jafnvel í blóðprufu þar sem mælt er kólesterol, blóðsykur, blóðrauða og fleira ef fyrirtækið óskar eftir því.
   
 • Hjúkrunarfræðingar sinna heilsufarsskoðunum (sjá hér).

 

Opnir tímar hjúkrunarfræðings/læknis

 • Boðið er upp á að hjúkrunarfræðingur og / eða læknir (sjá hér) mæti á vinnustað 1- 2  x í mánuði og skoði starfsmenn sem þess óska.  Þetta getur sparað mikinn tíma frá vinnu og kostnað starfsmanna. Hægt er að sinna mörgum vandamálum á þennan hátt.

Fíkniefnaprófanir

 • Boðið er upp á á að gerðar séu óviðbúnar fíkniefnaprófanir á starfsmönnum óski fyrirtækið þess.

Bólusetningar

 • Boðið er upp á bólusetningar gegn inflúensu fyrir starfsmenn – og er þá mætt á vinnustaðinn og bólusett.

Önnur þjónusta

 • Hægt er að sérhanna lausnir fyrir fyrirtæki sé þess óskað.