Mataræði | Sjómannaheilsa
 

Mataræði

Tekið af vef Lýðheilsustöðvar:
Hvað er BMI? (tekið af Vísindavef HÍ)

Á netinu má víða finna reiknivélar til þess að reikna BMI-stuðul sinn, til dæmis með því að smella hér.
 
  • Líkamsmassastuðull (e. body mass index eða BMI), er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offitu. 
  • Líkamsmassastuðull er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m)2.
  • Mittismál mælir kviðfitu og á að vera undir 100 cm hjá körlum en 90 cm hjá konum.
  • Helstu áhættuþættir sem tengjast offitu eru háþrýstingur, hátt hlutfall LDL-kólesteróls í blóði, lágt hlutfall HDL-kólesteróls í blóði, mikið af þríglýseríðum í blóði, mikill blóðsykur, fjölskyldusaga um hjartasjúkdóma á unga aldri, hreyfingarleysi og reykingar.

>>>  BMI er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum.

Stuðullinn er gjaldgengur fyrir bæði karla og konur en hefur þó ákveðnar takmarkanir.

Þær helstu eru:

 
  • Hann getur ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa.
  • Hann getur vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa.
 
Helstu viðmið BMI eru eftirfarandi:
BMI < 18,5
einstaklingur of léttur
BMI = 18,5-24,9
einstaklingur eðlilegur
BMI = 25,0-29,9
einstaklingur of þungur
BMI ≥ 30,0
einstaklingur þjáist af offitu
Heimild: