Heilsufar
Niðurstöður úr heilsufarsskoðunum
Mataræði
Til eru endalausir mismunandi matar- og megrunarkúrar og misjafnt er hvað hentar hverjum og einum. Ekki hefur verið fundið neitt eitt mataræði sem hentar öllum. Almennt virðist gilda að fjölbreytt fæða úr sem flestum fæðuflokkum sé ráðlagt. Mikilvægt er að velja sér vatn til drykkjar fram yfir safa, gos eða orkudyrkki, stefna ætti á að ná að drekka sirka 2 lítra af vatni á dag.
Embætti Landlæknis gefur út ráðleggingar um mataræði. Þar segir að velja ætti matvæli sem rík eru af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, s.s. grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir, linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt. Velja á næringarrík matvæli frekar en unnar matvörur.
Fjölbreytt og holl fæða stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og leggur grunn að vellíðan og góðri heilsu. Mikilvægt er að halda jafnvægi á þeirri orku sem við fáum úr mat og drykk og þeirri orku sem við töpum þegar við hreyfum okkur. Það auðveldar okkur að viðhalda heilsusamlegu holdarfari.
Hreyfing
Hreyfing viðheldur líkmashreysti, stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Hægt er að draga úr líkum á langvinnum sjúkdómum með reglulegri hreyfingu, þessir sjúkdómar eru t.d. hjartasjúkdómar, heilablóðfall, ofþyngd og offita, sykursýki týpa 2, ristilkrabbamein og brjóstakrabbamein.
Regluleg hreyfing dregur ekki einungis úr líkum á langvinnum sjúkdómum heldur eykur hún hreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Samkvæmt ráðleggingum frá Landlækni ættu fullorðnir að stunda miðlungs erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur á dag, hægt er að skipta hreyfingunni upp í styttri tímabil yfir daginn.
Með aukinni hreyfingu fylgir meiri ávinningur.
Öll hreyfing er góð, mikilvægast er að þú finnir hreyfingu sem hentar þér og þér finnst skemmtilegt að gera, það eykur líkurnar á því að þú stundir hreyfinguna. Hreyfing er ekki eingungis það að fara í ræktina, að ganga rösklega, hjóla, gera heimaæfingar eða synda er líka frábær hreyfing. Mundu að öll hreyfing er góð. Þú þarft að taka aðeins á þannig að þú vitir af því, finnir að hjartslátturinn verður hraðari og að þú svitnar aðeins. Sjómenn ættu að reyna að temja sér að stunda líka hreyfingu þegar þeir eru á sjó, nota aðstöðuna sem er um borð.
Við fengum Sigrúnu Örnu Brynjarsdóttur íþróttafræðing og þjálfara til þess að setja saman æfingarplan sem hentar mörgum og auðvelt er að framkvæma bæði heima og á sjó með litlum búnaði eða engum.
sigrunheilsa.com
Breyttur lífsstíll
Þegar þú ert tilbúin/ nn að gera breytingar á lífsstíl þá er mikilvægt að setja sér langtíma markmið varðandi heilsuna þína og breyttu lífsstílnum hægt og rólega og varanlega. Mundu að það er enginn sem gerir þetta fyrir þig, þú berð sjálf/ur ábyrgð á eigin heilsu.
Með breyttum lífsstíl er
átt við ýmislegt s.s. að hætta að reykja, hætta að drekka, hreyfa sig meira, borða minna og eða hollara, breyting á
svefnvenjum og margt fleira, almennt gildir
að lifa heilbrigðara lífi.
List of Services
-
Krabbamein hjá körlumList Item 4
Margir mæla með því að karlmenn sem eru orðnir 45 - 50 ára gamlir fari til þvagfæralæknis og láta skoða blöðruhálskirtilinn. Ristilkrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli eru algengustu krabbamein karlmanna.
Einnig er mikilvægt að allir karlmenn þreifi eistun sín til að fylgjast með eistnakrabbameini – ef þú finnur einhverjar bólgur, eymsli, hnúta eða eitthvað sem er óeðlilegt skaltu leita til þvagfæralæknis.
-
Krabbamein hjá konum
Mikilvægt er fyrir allar konur sem eru orðnar 23 ára að fara reglulega í leghálskrabbameinsskoðun þriðja hvert ár. Þú getur pantað tíma í leitarstöð Krabbameinsfélagsins í síma 540 1919 eða farið til kvensjúkdómalæknisins þíns.
Þegar konur eru orðnar 40 ára er mikilvægt að þær fari reglulega í brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þú getur pantað tíma í leitarstöð Krabbameinsfélagsins í síma 540 1919 Mundu að þreifa brjóstin þín einu sinni í mánuði – ef þú finnur eitthvað óeðlilegt talaðu við lækninn þinn.
-
Ristilkrabbamein
Við ráðleggjum öllum, bæði konum og körlum eftir 50 ára aldur að fara til meltingarsérfræðings og óska eftir ristilspeglun í forvarnarskyni.
-
Vilt þú bæta svefninn?List Item 3
Það skiptir miklu máli fyrir heilsu þína að þú náir góðum nætursvefni og leitir aðstoðar ef illa gengur. Það er mikilvægt fyrir fullorðið fólk að ná 7 - 8 klukkustunda svefni á hverri nóttu.
Svefn er nauðsynlegur til að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu.
Ráðleggingar varðandi svefn úr rannsókn Lýðheilsustöðvar (Heilsa og líðan 2007) - reglulegt svefnmynstur,- heitt bað eða sturta rétt fyrir svefninn, - forðast koffíndrykki amk. 4 tímum fyrir svefn, - forðast reykingar, - forðast áfengi fyrir svefn og dagleg hreyfing. Ef grunur er um kæfisvefn skaltu leita hjálpar.
-
Viltu hætta að nota tóbak?List Item 1
Það er mjög mikilvægt fyrir þig, heilsu þinnar vegna að hætta að nota tóbak eða annað form af níkótíni (reykingar, vape, taka í vörina, neftóbak). Skoðaðu bæklinga og leitaðu eftir upplýsingum og hjálp ef þú þarft þess - notaðu t.d. heimsíðuna www.reyklaus.is
Það þarf að undirbúa verkefnið vel. Það er hægt að fá ýmsa hjálp við að hætta að reykja - lyf, plástur, reykleysissíminn (s. 800 6030), o.fl. En það er mismunandi hvaða passar fyrir hvern og einn.
-
Hófleg drykkjaList Item 2
Það er mikilvægt fyrir þig og heilsu þína að neyta áfengis í hófi. Ef áfengi er vandamál - leitaðu hjálpar - SÁÁ s. 530 7600